Korputun

Viltu vita meira?

Hvort sem þú vilt klæðskerasniðið eða tilbúið húsnæði til leigu eða sölu getum við leyst málin með þér í Korputúni. Einnig er möguleiki á að kaupa lóðir. Við viljum gjarnan heyra í þér og skoða möguleikana.

Hafa samband

Fylgstu með hverfi verða til

Allar fréttir
Korputun

Fyrsta BREEAM vistvottaða atvinnuhverfið á Íslandi

BREEAM vottun tryggir að hugað sé að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði. Í skipulagsskilmálum er t.d. rík krafa um gróðurþekju, stór hluti bílastæða verður með gegndræpu yfirborði og skilgreint hefur verið plöntuval sem er vistfræðilega viðeigandi fyrir svæðið styður við líffræðilegan fjölbreytileika. Sjálfbærar ofanvatnslausnir og safntjarnir neðst í hverfinu vernda Korpu fyrir breytingum í flæði vatns og hreinsa yfirborðsvatn áður en það nær til árinnar.

Reitir hafa áhuga á því að BREEAM votta einnig byggingar sem reistar verða á svæðinu og verður því vistvottað atvinnuhúsnæði til leigu á svæðinu.

Lestu meira

Svona verjum við náttúruna

Sjálfbærar ofanvatnslausnir og safntjarnir vernda vatnafar

Stór hluti yfirborðs verður gegndræpur og vatni af hörðu yfirborði verður veitt í gróðurbeð sem sía og hreinsa vatnið náttúrulega og áður en það nær til árinnar.

Gróðurþekja styður við fjölbreytni

Krafa er um mikla gróðurþekju og að 80% þakflata verði græn. Skilgreint hefur verið vistfræðilega viðeigandi gróðurval sem styður við líffræðilegan fjölbreytileika.

Gott aðgengi fyrir alla ferðamáta

Samgöngumiðað skipulag með Borgarlínu ásamt göngu- og hjólaleiðum í sérrými í miðju hverfissins. Biðstöð verður við verslunarkjarnann sem nýtur góðs aðgengis með bíl.

Korputun

Traustur samstarfsaðili

Reitir fasteignafélag logo

 

Reitir fasteignafélag er meðal stærstu fasteignafélaga landsins og státar af yfir 35 ára reynslu og farsælum viðskiptasamböndum við mörg stærstu fyrirtæki landsins og margar ríkisstofnanir.

Reitir bjóða atvinnuhúsnæði til leigu úr eigin fasteignasafni. Starfsemi félagsins felst þannig í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis.

Fasteignasafn Reita eru að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á Höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania ásamt skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hilton Reykjavík Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya, ríki og sveitarfélög.

Reitir er skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn og stærstu eigendur félagsins eru íslenskir lífeyrissjóðir.

 

 

reitir.is

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf