Íbúafundur vegna kynningar á skipulagi atvinnusvæðisins í landi Blikastaða
22/6/2022
22/6/2022
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar boðar til opins íbúafundar vegna skipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ.
Íbúafundur vegna skipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 27. júní 2022 kl. 17:00-18:30 í sal framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Háholti 35.
Á fundinum kynna hönnuðir og ráðgjafar skipulagsins hugmyndir og áform um uppbyggingu. Í framhaldi verða umræður og spurningar. Fundurinn er öllum opinn.
Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf