Atvinnuhúsnæði til leigu

Öðruvísi atvinnuhverfi

Í Korputún var hugað að sjálfbærni og heilsu frá upphafi

Við Korputún verða byggðar um 30 tveggja til þriggja hæða byggingar, samtals um 90 þúsund fermetrar á um 15 ha. landi á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Við Korputún verður bæði sérsniðið húsnæði og tilbúið húsnæði frá 300 til 10.000 fermetrar.

Korputún er skipulagt út frá þörfum fólks og náttúrunnar ekki síður en út frá hefðbundnum þáttum s.s. aðgengi, vöruflutningum og sýnileika.

Gróður í hverfinu dregur úr streitu fólks og veitir vellíðan auk þess að hlífa náttúrunni. Grænn vinnustaður er samkeppnisforskot í rekstri þar sem fólk er mikilvægasti framleiðsluþátturinn.

Atvinnuhúsnæði til leigu

Aðgengi og sýnileiki í vaxandi hverfi

Hverfið er vel í sveit sett og nýtur góðs sýnileika.

  • Um 30 þúsund bílar fara um Vesturlandsveg daglega.
  • Reiknað er með að starfsfólk í Korputúni verði um 1.200 til 1.500 talsins.
  • Norðvestan við Korputún er 3.500 til 3.700 íbúða hverfi í skipulagsferli, áætla mætti að íbúar þar verði um sjö þúsund.
  • Samgöngumiðað skipulag tryggir gott aðgengi gangandi og hjólandi.
  • Borgarlína ásamt nýrri hjóla- og gönguleið er áformuð þvert gegnum hverfið með Borgarlínustöð fyrir framan verslunarkjarnann.

Korputún er í stuttri akstursfjarlægð frá flestum hverfum Höfuðborgarsvæðisins.

Verslun og þjónusta frá fyrsta degi

Fyrsti fasi hverfisins er verslunarkjarni með matvöru, veitingum og annarri þjónustu. Hann verður staðsettur við Blikastaðaveg, næst nýrri íbúðabyggð og við áformaða Borgarlínustöð. Næsti skipulagði fasi verður atvinnuhúsnæði fyrir blandaða starfsemi. Sérsniðið stærra húsnæði meðfram Vesturlandsvegi mun rísa í takt við eftirspurn. Áætlað er að uppbygging hverfisins taki um 10 ár frá því fyrstu framkvæmdir hefjast.

Vistvottað atvinnuhverfi

Skipulag svæðisins er samkvæmt kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðalsins, þannig var tryggt að sjálfbærar áherslur fengju þungt vægi með skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði. Samgönguás Borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið, grænt umhverfi með viðeigandi gróðri og sjálfbærum ofanvatnslausnum verndar lífríkið og styður við heilsu starfsfólks.

Faglegur leigusali

Reitir fasteignafélag er eigandi Korputúns, Reitir hafa yfir 35 ára reynslu af þróun og útleigu atvinnuhúsnæðis. Reitir fasteignafélag var skráð í kauphöll 2015. Stærstu eigendur félagsins eru Íslenskir lífeyrissjóðir.

Eignasafn Reita samanstendur af á annað hundrað byggingum sem samtals eru um 455 þúsund fermetrar. Meðal fasteigna má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hilton Nordica ásamt Berjaya Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya, ríki og sveitarfélög.

Verslunarkjarninn við Korputún er fyrsti fasi uppbyggingar svæðisins. Kjarninn verður við Blikastaðaveg við fyrirhugaða Borgarlínustöð.

Í Korputúni er pláss fyrir fjölbreytt fyrirtæki

Í Korputúni er fjölbreytt húsnæði og svæðið er skipulagt þannig að landgæði nýtist sem best og álag á náttúruna verði minna. Efst í landinu eru stærstu byggingarnar 3.000-10.000 fermetrar hver. Þær eru hugsaðar fyrir plássfrekari rekstur, t.d. snyrtilega framleiðslu og skrifstofur. Byggðin lækkar svo með landinu. Á miðju svæðinu verða reitir fyrir blandaða starfsemi þar sem samnýting innviða er lykilstefið. Næst ánni er gert ráð fyrir fínlegri byggingum sem henta t.d. þekkingarstarfsemi.

Verslunarkjarni við Borgarlínustöð

Verslunarkjarni við Borgarlínustöð og Blikastaðaveg í Korputúni. Mynd sem sýnir staðsetningu verslunarkjarnans.

Við Borgarlínustöðina, sem jafnframt liggur að Blikastaðavegi, er gert ráð fyrir verslunarkjarna með dagvöruverslun og fleiri minni verslunum og þjónustufyrirtækjum, sem koma til með að nýtast bæði starfsfólki á svæðinu og nálægri íbúðabyggð.

Verslunarkjarninn er fyrsti fasi uppbyggingar í Korputúni.

Skrifstofur, verslun og fleira á samnýtingarreitum

Verslunarhúsnæði og skrifstofuhúsnæði við Korputún. Mynd sem sýnir samnýtingarreiti.

Reitirnir innan hverfisins geta verið með blandaðri starfsemi af ýmsum stærðum og þar er horft til samnýtingar bílastæða og annarrar aðstöðu. Þar er gert ráð fyrir rýmum fyrir minni fyrirtæki, niður í um 500 fermetra.

Reiknað er með að reiturinn á horni Borgarlínuássins og Blikastaðavegar verði fasi tvö í skipulagðri uppbyggingu Korputúns.

Korputun

Húsnæði fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa mikinn sýnileika

Sérsniðið húsnæði fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa mikinn sýnileika í Korputúni. Mynd sem sýnir staðsetningu lóða.

Næst Vesturlandsvegi verða stærri byggingar fyrir fyrirtæki sem þurfa mikinn sýnileika og eru með blandaða starfsemi, t.d. bæði framleiðslustarfsemi og skrifstofustarfsemi. Mengandi starfsemi og landfrekur eða óþrifalegur iðnaður er ekki heimil skv. landnotkunarheimildum aðalskipulagsins.

Reiknað er með að þessar byggingar verði byggðar í takti við eftirspurn.

Þekkingarfyrirtæki með náttúruna í bakgarðinum

Húsnæði fyrir þekkingarfyrirtæki með náttúruna í bakgarðinum.

Út við jaðarinn er gert ráð fyrir fínlegri byggingum sem gætu nýst t.d. þekkingarfyrirtækjum eða annarri starfsemi sem vill vera í nálægð við falleg græn svæði.

Húsnæði fyrir fyrirtæki í Korputúni

Viltu vita enn meira?

Spurt & svarað

Hjá okkur er opið hús. Finndu svör við algengum spurningum eða sendu okkur línu.

Fáðu svar við þinni spurningu

Skipulag Korputúns

Ítarleg umfjöllun um deiliskipulagið fyrir þau sem vilja vita allt um Korputún.

Ítarefni um skipulagið

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf