Korputun

Skipulagið

Korputún er vistvottaður atvinnukjarni þar sem hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, náttúrugæði svæðisins og fyrirhuguð Borgarlína eru lykilstef skipulagsins.

Korputun

Korputún í tölum

Stærð svæðis 15 ha.
Byggingarmagn 90 þús fm.
Fjöldi bygginga 30
Uppbyggingartími 2023-2033

 

Verslunarkjarni við Borgarlínustöð

Við Borgarlínustöðina, sem jafnframt liggur að Blikastaðavegi, er gert ráð fyrir verslunarkjarna með dagvöruverslun og fleiri minni verslunum og þjónustufyrirtækjum, sem koma til með að nýtast bæði starfsfólki á svæðinu og nálægri íbúðabyggð.

Verslunarkjarninn er fyrsti fasi uppbyggingar í Korputúni.

Skrifstofur, verslun og fleira á samnýtingarreitum

Reitirnir innan hverfisins geta verið með blandaðri starfsemi af ýmsum stærðum og þar er horft til samnýtingar bílastæða og annarrar aðstöðu. Þar er gert ráð fyrir rýmum fyrir minni fyrirtæki, niður í um 500 fermetra.

Reiknað er með að reiturinn á horni Borgarlínuássins og Blikastaðavegar verði fasi tvö í skipulagðri uppbyggingu Korputúns.

Korputun

Húsnæði fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa mikinn sýnileika

Næst Vesturlandsvegi verða stærri byggingar fyrir fyrirtæki sem þurfa mikinn sýnileika og eru með blandaða starfsemi, t.d. bæði framleiðslustarfsemi og skrifstofustarfsemi. Mengandi starfsemi og landfrekur eða óþrifalegur iðnaður er ekki heimil skv. landnotkunarheimildum aðalskipulagsins.

Reiknað er með að þessar byggingar verði byggðar í takti við eftirspurn.

Þekkingarfyrirtæki með náttúruna í bakgarðinum

Út við jaðarinn er gert ráð fyrir fínlegri byggingum sem gætu nýst t.d. þekkingarfyrirtækjum eða annarri starfsemi sem vill vera í nálægð við falleg græn svæði.

Húsnæði fyrir fyrirtæki í Korputúni

Ítarefni um skipulag Korputúns

Skipulagshönnuðir eru Arkís arkitektar, Verkís sér um verkfræðilega hönnun og Landslag um landslagshönnun. Mannvit er vottunaraðili skipulagsins gagnvart BREEAM.

Korputun

Myndbönd tengd skipulaginu

Mikilvægur hluti deiliskipulagsvinnunnar fólst í samráði við nærumhverfið og hagaðila. Vorið 2020 voru framleidd nokkur myndbönd til kynningar á deiliskipulagstillögunni og hugmyndafræðinni að baki skipulaginu.

Upptaka frá opnum íbúafundi sem skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar boðaði til vegna skipulags Korputúns þann 27. júní 2022.

 

Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum segir frá hugmyndinni að baki skipulagi Korputúns (maí 2020).

Björn Guðbrandsson, arkitekt og skipulagshöfundur svæðisins kynnir skipulagið (maí 2020):

Íris Þórarinsdóttir, Umhverfisstjóri Reita fasteignafélags fjallar um sjálfbærni við skipulag Korputúns (maí 2020):

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf