Með því að BREEAM Communities votta skipulagið er tryggt að hugað sé að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði.
BREEAM Communities er breskur vistvottunarstaðall fyrir skipulagsgerð, þar sem þriðji aðili vottar skipulagið með tilliti til samfélagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gæða og er því gæðastimpill á skipulagið, byggðina og samfélagið sem þar mun verða til. Mannvit hefur umsjón með BREEAM vottun skipulagsins.
Korpa er dýrmæt náttúruauðlind með laxi og fuglalífi. Töluverð flóð geta komið frá Úlfarsfelli sem þarf að huga að.
Grænt vinnuumhverfi veitir samkeppnisforskot í rekstri þar sem fólk er mikilvægasti framleiðsluþátturinn.
Deiliskipulag – almenn greinargerð og skilmálar
Umhverfisskýrsla
Lífríkið er fjölbreytt í kringum Korputún, skógrækt er í Úlfarsfelli, í Korpu er laxveiði og fjölbreytt fuglalíf er í kringum ána. Byggingarlandið er framræst tún sem nýtt var sem beitiland á árum áður.
Viststefna
Hönnunarleiðbeiningar landslagsarkitekts
Umhverfisskýrsla
Vöktun orku- og vatnsnotkunar ásamt mælingum á úrgangi getur sparað fé og auðveldað fyrirtækjum að minnka vistspor sitt og gera reksturinn sjálfbærari.
Korputún er hannað með hringrásarhugsun og samnýtingu að leiðarljósi.
Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf