Hjólastígur og göngustígur við Borgarlínuás í Korputúni.

Sjálfbærni & heilsa

Við göngum lengra

Fyrsta vistvottaða atvinnuhverfið á Íslandi

Með því að BREEAM Communities votta skipulagið er tryggt að hugað sé að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði.

BREEAM Communities er breskur vistvottunarstaðall fyrir skipulagsgerð, þar sem þriðji aðili vottar skipulagið með tilliti til samfélagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gæða og er því gæðastimpill á skipulagið, byggðina og samfélagið sem þar mun verða til. Mannvit hefur umsjón með BREEAM vottun skipulagsins.

Verndun vatnafars var lykilþáttur í hönnun Korputúns.

Vatnafar

Korpa er dýrmæt náttúruauðlind með laxi og fuglalífi. Töluverð flóð geta komið frá Úlfarsfelli sem þarf að huga að.

 • Vatni úr Úlfarsfelli verður áfram veitt á yfirborði, í kringum og innan hverfisins, þannig verður sem minnst rask á vatnsmagni sem skilar sér af fjallinu niður í ánna.
 • Stór hluti yfirborðs verður gegndræpur og vatni af hörðu yfirborði verður veitt í gróðurbeð og safntjarnir sem sía og hreinsa vatnið og skila því á náttúrulegan hátt niður í grunnvatn og í Korpu.
 • Verkís vann flóðamat, áætlun um meðhöndlun ofanvatns og vatnsnotkunaráætlun fyrir hverfið.

Flóðamat
Áætlun um meðhöndlun ofanvatns
Vatnsnotkunaráætlun

Korputun

Allir vegir liggja að Korputúni

 • Öflugt net stofnstíga mun liggja að hverfinu sem nýtast þeim sem koma hjólandi eða gangandi. Fjöldi útivistarstíga eru í nálægð hverfisins og fleiri eru skipulagðir innan hverfisins.
 • Borgarlínuás ásamt göngu- og hjólastíg markar miðju hverfisins og við Borgarlínustöðina verður þjónusta og matvöruverslun fyrir hverfið.
 • Greiðfært er um Vesturlandsveg fyrir vöruflutninga og viðskiptavini. Starfsfólk nýtur enn fremur góðs af vegrýmd á morgnanna og síðdegis þegar þungi umferðar er í andstæða átt.
 • Verkís vann ferðaáætlun, samgöngumat og hljóðskýrslu í tengslum við deiliskipulagningu svæðisins.

Ferðaáætlun
Samgöngumat
Hljóðvistarskýrsla

Heilsusamlegt umhverfi er samkeppnisforskot

Grænt vinnuumhverfi veitir samkeppnisforskot í rekstri þar sem fólk er mikilvægasti framleiðsluþátturinn.

 • Grænt vinnuumhverfi og útsýni dregur úr streitu og eykur vellíðan.
 • Götur í hverfinu eru hannaðar með gangandi vegfarendur í huga. Bílastæði eru aðskilin götunni sem gerir göturýmið þrengra, skjólsælla og vistlegra.
 • Hugað hefur verið að gönguleiðum gegnum hverfið og göngustígar innan þess falla að stofnstígakerfi Höfuðborgarsvæðisins.
 • Göngustígur næst ánni verður heillandi göngu og útivistarsvæði.
 • Verkís vann viststefnu og umhverfisskýrslu fyrir svæðið.

Deiliskipulag – almenn greinargerð og skilmálar
Umhverfisskýrsla

Lífríkið

Lífríkið er fjölbreytt í kringum Korputún, skógrækt er í Úlfarsfelli, í Korpu er laxveiði og fjölbreytt fuglalíf er í kringum ána. Byggingarlandið er framræst tún sem nýtt var sem beitiland á árum áður.

 • Skipulagsskilmálar gera ríka kröfu um gróðurþekju og skilgreint hefur verið plöntuval sem er vistfræðilega viðeigandi fyrir svæðið og styður við fjölbreytni
 • Minnst 80% af þökum byggðarinnar skulu vera lögð gróðurþekju.
 • Viststefna svæðisins, unnin af Verkís, lýsir markmiðasetningu, aðferðum til að draga úr neikvæðum áhrifum á vistkerfi og mótvægisaðgerðum. Hönnunarleiðbeiningar, unnar af Landslag, lýsa nánari útfærslu.

Viststefna
Hönnunarleiðbeiningar landslagsarkitekts
Umhverfisskýrsla

Göngustígur næst ánni verður heillandi göngu og útivistarsvæði.

Umhverfis- og orkuvöktunarkerfi

Vöktun orku- og vatnsnotkunar ásamt mælingum á úrgangi getur sparað fé og auðveldað fyrirtækjum að minnka vistspor sitt og gera reksturinn sjálfbærari.

 • Fyrirtæki ganga að upplýsingum greiðum sem auðveldar vistvottun rekstursins.
 • Samanburður milli fyrirtækja skapar tækifæri til nákvæms kostnaðareftirlits.

Hringrásarhugsun og samnýting

Korputún er hannað með hringrásarhugsun og samnýtingu að leiðarljósi.

 • Sameiginleg bíla- og hjólastæði á miðjum samnýtingarreitum tryggja að sem flestir viðskiptavinir fá stæði nálægt húsnæðinu ásamt því að samnýta stæði betur. Rafhleðsluinnviðir samnýtast einnig.
 • Sameiginleg sorpaðstaða, hönnuð fyrir nútímakröfur um flokkun og skráningu, lækka kostnað og draga úr plássi.
 • Hönnun hverfisins með verslun og veitingar á einum stað gerir hverfið sjálfbærara með því að draga úr þörf fyrir mötuneyti eða stór eldhús á hverjum og einum vinnustað.
Hringrásarhugsun og samnýting er lykilþáttur í sjálfbærniáherslum í Korputúni.

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf