Undirritun kaupsamnins um Korputún (lóðir í landi Blikastaða). Frá vinstri: Ingunn Anna Hjaltadóttir, Eyjólfur Axelsson og Snæbjörn Sigurðsson, öll hjá Íslandsbanka, ásamt Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita og Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita.

Kaupsamningar um lóðir úr landi Blikastaða undirritaðir

7/7/2017

Gengið hefur verið frá kaupsamningum um lóðir úr landi Blikastaða, sbr. fyrri tilkynningu sem sjá má hér. Afhending lóðanna verður í byrjun næsta árs þegar formlega hefur verið gengið frá skráningu þeirra. Kaupverð greiðist úr sjóðum félagsins og hefur 23,5% þess verið greitt nú við kaupsamninga en eftirstöðvar þess verða greiddar við afhendingu.

Myndin var tekin við undirritun samningsins, frá vinstri: Ingunn Anna Hjaltadóttir, Eyjólfur Axelsson og Snæbjörn Sigurðsson, öll hjá Íslandsbanka, ásamt Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita og Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita.

Upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson í síma 660 3320.

Til baka

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf