Deiliskipulagstillaga auglýst fyrir atvinnukjarnann í landi Blikastaða
4/6/2022
4/6/2022
Mosfellsbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir atvinnukjarnarn í landi Blikastaða. Fyrirhugað er að reisa byggð fyrir atvinnukjarna, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Samgönguás borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið.
Deiliskipulagssvæðið er um 16,9 ha og afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2 og birt á vef Mosfellsbæjar svo þau sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag(@)mos.is. Athugasemdafrestur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022.
Vonir Reita standa til þess að gatnagerð geti hafist á árinu 2023 og uppbygging svo í kjölfarið.
Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf