Korputun

Deiliskipulagstillaga auglýst fyrir atvinnukjarnann í landi Blikastaða

4/6/2022

Mos­fells­bær hefur auglýst til­lögu að deili­skipu­lagi fyrir atvinnukjarnarn í landi Blikastaða. Fyr­ir­hug­að er að reisa byggð fyr­ir at­vinnukjarna, þar sem áhersla er lögð á sjálf­bærni og sam­nýt­ingu, nátt­úru og að­lað­andi um­hverfi. Sam­göngu­ás borg­ar­línu mun liggja í gegn­um skipu­lags­svæð­ið.

Deili­skipu­lags­svæð­ið er um 16,9 ha og af­mark­ast af Vest­ur­lands­vegi, Kor­p­úlfs­staða­vegi, Korpu og sveit­ar­fé­laga­mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2 og birt á vef Mos­fells­bæj­ar svo þau sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ eða í tölvu­pósti á skipu­lag(@)mos.is. At­huga­semda­frest­ur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022.

Vonir Reita standa til þess að gatnagerð geti hafist á árinu 2023 og uppbygging svo í kjölfarið.

Til baka

Hönnun og vefvinnsla: ONNO ehf